Íslenska teiknibókin

16.900 kr

Lýsing

Á miðöldum og fram á endurreisnartímann bjuggu listamenn til handbækur með myndefnum sem þeir notuðu við vinnu sína og gengu mann fram af manni. Þessi vinnuplögg eyddust flest og týndust með tímanum og í Evrópu allri eru nú aðeins vitað um þrjátíu slík handrit. Á Norðurlöndum er aðeins til eitt: Íslenska teiknibókin.

Íslenska teiknibókin er einn af höfuðgripunum í myndlistarsögu Íslendinga. Þar er að finna einstaka innsýn í myndheim kaþólskunnar, sérkenni íslenskrar mynd- og skreytilistar á síðmiðöldum og táknfræði trúarlegra myndverka. Aðeins tvisvar áður hefur þessi merka bók verið gefin út, síðast fyrir 60 árum.

Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefur um áratuga skeið rannsakað Teiknibókina og niðurstöður hennar kollvarpa flestu því sem áður hefur verið haldið fram. Hún hefur einangrað ólíka stíla í handritinu og heimfærir þá upp á fjóra teiknara sem voru uppi á árabilinu 1330–1500.

Bókin er gefin út í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í tilefni af 350 ára fæðingarafmæli Árna Magnússonar. Samhliða útkomu bókarinnar var sett upp glæsileg sýning um handritið og myndheim þess í Gerðarsafni í Kópavogi.

Texti á íslensku
Texti: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Hönnun: Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir
Stærð: 240 x 305 mm
172 bls., harðspjalda
Gefin út 2013.

 

Stærðir

Size & fit - Stærðartafla

Umhirða

Details & care

Afhending

Halda áfram að versla
Pöntun þín

Engar vörur eru í körfunni