Ólafur Jónsson: Tími til kominn

2.900 kr

Lýsing

Saxófónleikarinn Ólafur Jónsson fagnar fimmtugsafmæli sínu með útgáfu þessa níu verka disks. 

„Gerð þessa disks hefur átt sér langan aðdraganda og má segja að hann sé búinn að vera að gerjast í undirmeðvitundinni í hartnær tuttugu ár, eða frá því að fyrstu lögin urðu til. Tuttugu ár er langur tími og hafa því lögin verið samin á nokkrum tímabilum og af margvíslegum tilefnum, t.d. til að fagna nýju lífi, minnast og kveðja ástvini, ásamt því að verða ýmiss konar minningarbrot liðinna ára. Ég vonast því til að hún gefi einlæga og persónulega sýn á mína nálgun við það listform sem jazztónlist er. Þar sem ég fagna fimmtugsafmæli síðar í mánuðinum, ákvað ég að ekki væri eftir neinu að bíða, enda er tími til kominn!”

Flytjendur:

  • Ólafur Jónsson: Tenórsaxófónn
  • Eyþór Gunnarsson: Píanó
  • Þorgrímur Jónsson: Bassi
  • Scott McLemore: Trommur

Gefið út 2017

 

Afhending

Halda áfram að versla
Pöntun þín

Engar vörur eru í körfunni