Ragnar Axelsson

3.100 kr

Lýsing

Ragnar Axelsson hefur á undanförnum árum skapað sér æ stærra nafn í heimi alþjóðlegrar ljósmyndunar. Bókaútgáfa, sýningar og heimildamynd hafa vakið athygli á umfangsmiklu safni hans af myndum af breyt­ingum á lifnaðarháttum íbúa norðurslóða og hafa verk hans verið birt í fjölmiðlum um allan heim.

Í tengslum við sýningar og birtingu ljósmynda Ragnars af norðurslóðum í Frakklandi varð til ný bók sem kemur út samtímis í Frakklandi og á Íslandi á frönsku og ensku. Bókin er hluti af ritröðinni Photo Poche, sem er fyrir löngu orðin að stofnun í sögu ljósmyndarinnar, og miðar að því að birta í ódýrum og hand­hægum útgáfum verk þeirra ljósmyndara sem mest áhrif hafa haft á þróun miðilsins frá upphafi. Í bókinni er að finna breitt úrval mynda frá ýmsum löndum sem spanna yfir þriggja áratuga feril Ragnars.

Texta bókarinnar rita ljós­myndarinn Mary Ellen Mark og enski ljósmyndafræð­ingurinn, rithöfundurinn og útgefandinn, Dr. Huw Lewis–Jones.

Kilja, stærð: 12,5cm x 19 cm.
146 bls.
Gefin út 2014

 

Stærðir

Size & fit - Stærðartafla

Umhirða

Details & care

Afhending

Halda áfram að versla
Pöntun þín

Engar vörur eru í körfunni