Ragnar Axelsson: FJALLALAND

12.900 kr

Lýsing

Fjallaland er fyrsta bók Ragnars Axelssonar sem ein­göngu fjallar um Ísland og eitt víðamesta verkefni hans frá því að hann hóf störf sem ljósmyndari. Á hverju hausti í 25 ár hefur hann slegist í hóp fjallmanna í leitum á Landmannaafrétti. Niðurstaðan er stórbrotið ljósmyndaverk. Franski ljósmyndarinn og sýningar­ stjórinn Gérard Rancinan, sem valdi RAX í hóp 15 bestu núlifandi ljósmyndara heims fyrir sýninguna The Photo­grapher, segir að myndir RAX af Landmannaafrétti „hrífi heimildaljósmyndun upp á það ljóðræna hástig sem aðeins alfremstu ljósmyndarar sögunnar hafa ráðið við.“

Texti bókarinnar er ritaður af Ragnari Axelssyni og Pétri Blöndal og segir sögu eins af fjallmönnum, Þórðar Guðnasonar, sem rekur sögu Landmannaafréttar og þær einstöku aðstæður sem gangnamenn eru í á þessum stórbrotnu slóðum.

Bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu Behind the Mountains.

Stærð: 305 x 355 mm
216 bls.

 

Stærðir

Size & fit - Stærðartafla

Umhirða

Details & care

Afhending

Halda áfram að versla
Pöntun þín

Engar vörur eru í körfunni