Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods

6,100 kr

Lýsing

Sögustaðir er glæsileg ferðabók um Ísland samtímans þar sem varpað er ljósi á sagnaarf okkar og margbrotna menningarsögu.

Sumarið 1897 ferðaðist breski fjölfræðingurinn W.G. Collingwood um Ísland. Tilgangur hans var að teikna og mála myndir af sögustöðum Íslendingasagna svo hægt væri að sýna unnendum þeirra á Bretlandseyjum hvernig Ísland leit út á söguöld. Alls gerði Collingwood 300 myndir sem eru ómetanleg heimild um hvernig umhorfs var á Íslandi á nítjándu öld og eru löngu orðnar sígildar.

Í þrjú sumur, frá 2007 til 2009, fetaði Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í fótspor Collingwoods og ljósmyndaði sömu staði frá sömu sjónarhornum og Collingwood teiknaði þá rúmri öld áður. Staðirnir sem eitt sinn voru valdir vegna þess að þar höfðu hetjur fornaldar stigið niður fæti ljóma fæstir lengur af fornaldarfrægð, en fjöll, ásar, ár og vötn eru enn þau sömu.

William Gershom Collingwood (1854–1932) var fagurfræðingur, rithöfundur og náinn samverkamaður Johns Ruskin, eins áhrifamesta menntamanns Bretlandseyja á síðari hluta 19. aldar, og höfundur kunnrar ævisögu Ruskins. Líkt og Ruskin og William Morris var Collingwood í senn eldheitur aðdáandi Íslendingasagna og hafði sterka sýn á eðli náttúrufegurðar. Árið 1897 ferðaðist hann um Ísland í 10 vikur í því skyni að mála vatnslitamyndir af helstu sögustöðum Íslendingasagna seinna birtust einfaldaðar í bókinni A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland sem kom út árið 1899, en tók einnig ljósmyndir.

Einar Falur Ingólfsson (f. 1966) er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið sýningar á verkum sínum í söfnum og sýningasölum heima og erlendis. Einar Falur hefur einnig sett saman sýningar á íslenskri ljósmyndun fyrir söfn á Íslandi og á meginlandi Evrópu.

Gefið út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Texti á íslensku
144 bls., stærð 257 x 300 mm
95 ljósmyndir
45 teikningar og vatnslitamyndir
Gefin út 2010

 

Stærðir

Umhirða

Afhending

Halda áfram að versla
Pöntun þín

Engar vörur eru í körfunni