Skilmálar
Afhending vöru
Þegar þú verslar í netverslun Farmers & Friends getur þú valið hvort þú viljir fá vöruna senda heim með Íslandspósti eða sækja hana í verslun Farmers & Friends að Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík.
Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr. Pantanir eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga. Sé pöntun gerð um helgi eða á frídegi, fer hún í póst næsta virka dag á eftir. Alla jafna tekur ferlið 2-4 virka daga og fer pakkinn á pósthús næst þínu heimili.
Farmers & Friends áskilur sér rétt til að hætta við pöntun, t.d. ef vara reynist uppseld, vegna rangra verðupplýsinga og einnig að hætta að bjóða upp á vörutegundir.
Skil á vöru sem keypt er í netverslun
Þú mátt hætta við kaupin og/eða skila vörunni innan 14 daga frá móttöku vörunnar, í samræmi við reglur um rafræn kaup, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Við vöruskil þarf greiðslukvittunin að fylgja með.
Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.
Verð og greiðsla
Athugið, að verð í netverslun getur breyst án fyrirvara.
Öll verð eru með VSK (á aðeins við um íslensku netverslunina).
Greiðsla fer fram með greiðslukorti: Visa eða MasterCard.
Trúnaður
Farmers & Friends biður aðeins um þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer.
Um fyrirtækið
Flugur ehf.
Kt.540102-4810
Hólmaslóð 2
101 Reykjavík
sími. 552 1960
sales@farmersmarket.is
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Flugna ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.