Katrín Elvarsdóttir: EQUIVOCAL
Lýsing
Í ljósmyndaröðinni Equivocal eru sagðar margar samhliða sögur. Heimilið er griðastaður leyndardóma þar sem angurvær stemning ríkir í hversdagslegri en óraunverulegri kyrrð. Myndirnar eru teknar á Íslandi og Ítalíu, í Ungverjalandi og Póllandi, en virðast frá landi sem ljósmyndarinn hefur uppgötvað handan við forhengi raunveruleikans.
Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) útskrifaðist með BFA gráðu í ljósmyndun frá Art Institute of Boston árið 1993. Katrín var tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse Photographic Prize 2009 fyrir sýninguna Equivocal.
Ljósmyndir eftir Katrínu Elvarsdóttur (sjá heimasíðu og blogg).
Hönnun: Halldór Elvarsson
Eftirmáli: Markús Þór Andrésson
Stærð: 215,9 x 279,4 mm
96 bls., harðspjalda
Texti á ensku
Útgefið í janúar 2012.